Ávarp fram­kvæmda­stjóra2018

Árið 2018

Nýir tímar - ný tækifæri

Pétur Þorsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu

Aukin verðmætasköpun íslensks útflutnings er verðugt verkefni sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa bundist höndum um að sinna í hart nær hálfa öld. Slík starfsemi þarf að vera í sífelldri þróun sem tekur mið af breyttum aðstæðum, bæði heimafyrir og á erlendum vettvangi. Í ljósi þess mælti utanríkisráðherra fyrir breytingum á lögum um Íslandsstofu sem samþykktar voru af Alþingi á seinasta ári. Breytingunum er ætlað að skerpa á stöðu Íslandsstofu og markmiðum og styrkja hana til að sinna hlutverki sínu sem samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt.

­Stefnu­mótun um útflutn­ing

Í kjöl­far laga­setn­ing­ar­innar var skipuð ný stjórn, nýr fram­kvæmda­stjóri var ráð­inn og breyt­ingar voru gerðar á skipu­lagi Íslands­stofu. Mark­miðið með skipu­lags­breyt­ing­unni var að stytta boð­leiðir og efla þjón­ustu Íslands­stofu við íslenskt atvinnu­líf, erlenda fjár­festa og menn­ing­ar­starf­semi. Í nýjum lögum er Íslands­stofu ætlað að móta lang­tíma­stefnu um aukn­ingu útflutn­ingstekna. Stefnu­mót­un­inni er ætlað að velja áherslur í mark­aðs­starfi Íslands á erlendum mörk­uðum og skil­greina mæl­an­leg markmið til að hægt sé að meta árang­ur. Stefnan skal end­ur­spegla hags­muni, sjón­ar­mið og stefnumið útflutn­ings­greina til mark­aðs­starfs á erlendri grundu og stuðn­ing við fyr­ir­tæki sem hyggja á útflutn­ing. Íslands­stofa hefur á und­an­förnum mán­uðum unnið að þess­ari stefnu­mótun og gerum við ráð fyrir að kynna afrakst­ur­inn í lok sum­ars. Það er ljóst að tæki­færin eru víða, bæði í okkar hefð­bundnu útflutn­ings­grein­um, sjáv­ar­út­vegi, ferða­þjón­ustu, orku­háðum iðn­aði og alþjóða­geir­an­um, þar sem mikil gróska er í nýsköpun og frum­kvöðl­a­starf­semi. Þá eru menn­ing­ar­starf­semi og skap­andi greinar í mik­illi sókn.

Rannsóknir sýna að á erlendum mörkuðum er ímynd Íslands mjög góð þegar kemur að sjálfbærni og ósnortinni náttúru

Breyttar áherslur neyt­enda

­Fyr­ir­tæki um allan heim standa frammi fyrir nýjum og spenn­andi áskor­unum um þessar mund­ir. Breytt gild­is­mat, þar sem aukin áhersla er á sjálf­bærni, ábyrga kaup­hegðun og verndun nátt­úru í víðum skiln­ingi, hefur í för með sér nýjar áskor­an­ir. Þessar breyt­ingar skapa einnig fjöl­mörg tæki­færi fyrir fyr­ir­tæki og þær þjóðir sem láta sig þessi mál­efni varða. Við Íslend­ingar erum í góðri stöðu til ná árangri í breyttum heimi. Umgengni okkar við auð­lindir lands og sjávar leikur hér lyk­il­hlut­verk. Og þar höfum við góða sögu að segja. Rann­sóknir sýna að á erlendum mörk­uðum er ímynd Íslands mjög góð þegar kemur að sjálf­bærni og ósnort­inni nátt­úru. Í heild­ina er staða Íslands sterk, þó auð­vitað megi alltaf gera betur á ein­stökum svið­um. Þessi staða getur skapað mikil tæki­færi fyrir Ísland til fram­tíðar sé rétt á málum hald­ið.