Árs­skýrsla Íslands­stofu2018

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdarstjóri

Nýir tímar – ný tæki­færi

Aukin verðmætasköpun íslensks útflutnings er verðugt verkefni sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa bundist höndum um að sinna í hart nær hálfa öld. Slík starfsemi þarf að vera í sífelldri þróun sem tekur mið af breyttum aðstæðum, bæði heimafyrir og á erlendum vettvangi. Í ljósi þess mælti utanríkisráðherra fyrir breytingum á lögum um Íslandsstofu sem samþykktar voru af Alþingi á seinasta ári. Breytingunum er ætlað að skerpa á stöðu Íslandsstofu og markmiðum og styrkja hana til að sinna hlutverki sínu sem samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt.

Svið Íslandsstofu

Starf­semi

Alls starfa 32 starfsmenn hjá Íslandsstofu. Nokkrar breytingar urðu á skipulagi starfsins á árinu 2018. Nýtt svið Útflutnings var stofnað á árinu með sameiningu sviða Iðnaðar og þjónustu og Matvælasvið sem áður voru starfrækt. Starfsemi Íslandsstofu skiptist í þrjú markaðssvið; Áfangastaðurinn, Útflutningur og Erlendar fjárfestingar. Auk þess voru tvö stoðsvið starfandi á árinu: Fjármál og rekstur og Kynningarmál.

Íslandsstofa 2018

Ný stjórn

Ný lög um Íslandsstofu voru samþykkt á Alþingi vorið 2018. Í kjölfar þeirra breytinga var skipuð ný stjórn Íslandsstofu. Þá lét Jón Ásbergsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Íslandsstofu frá stofnun hennar árið 2010, af störfum og Pétur Þ. Óskarsson tók við starfi framkvæmdastjóra.

Íslandsstofa 2018

Sam­fé­lags­leg ábyrgð

Íslandsstofa telur mikilvægt að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið og er þátttakandi í Global Compact samkomulagi Sameinuðu þjóðanna og Festu - Miðstöð um samfélagslega ábyrgð. Í því felst m.a. að hvetja fyrirtæki til þess að huga að samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og kynna samfélagslega ábyrgð í gegnum verkefni og þjónustu. Með því móti auka fyrirtæki samkeppnishæfni á alþjóðavettvangi. Íslandsstofa er einnig aðili að Ábyrgri ferðaþjónustu, hvatningarverkefni sem stuðlar að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð.

Samstarf eykur slagkraft

Mark­aðs­verk­efni

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að ýmsum samstarfsverkefnum sem snúa að markaðssetningu á íslenskri vöru og þjónustu. Stærsta þeirra á meðal er Ísland - allt árið. Íslandsstofa hefur einnig umsjón með verkefnum sem tengjast íslenskum sjávarútvegi; Iceland Responsible Fisheries og Bacalao de Islandia. Þá er Íslandsstofa umsjónaraðili verkefnanna Horses of Iceland og Film in Iceland, og sér um framkvæmd Iceland Naturally markaðsverkefnisins í Norður-Ameríku, í samstarfi við utanríkisþjónustuna.

Íslandsstofa 2018

Verðlaun

Ís­lands­stofa sér um fram­kvæmd Útflutn­ings­verð­launa for­seta Íslands sem veitt eru í við­ur­kenn­ing­ar­skyni fyrir markvert fram­lag til efl­ingar á útflutn­ings­verslun og gjald­eyrisöfl­un. Þá er Íslands­stofa aðili að Nýsköp­un­ar­verð­launum Íslands. Til­gangur þeirra er að vekja athygli á þeim mik­il­vægu tengslum sem eru á milli auk­innar verð­mæta­sköp­unar í atvinnu­líf­inu og rann­sókna og þekk­ingaröfl­un­ar.

Rekstrarreikningur Íslandsstofu

Rekstur 2018

Hér má sjá stöðu Íslandsstofu í árslok 2018, rekstrarárangur ársins og fjárhagslega þróun á árinu.

Rekstr­ar­tekjur

1.228.557.486

Rekstr­ar­gjöld

1.307.722.044

Rekstr­arnið­ur­staða

(75.465.871)